Vill tafarlausar úrbætur á aðgengi

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista, leggur til að gerðar verði úrbætur hið allra fyrsta á aðgengismálum hreyfihamlaðra áhorfenda í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi, þannig að húsið verði aðgengilegt fyrir alla.

Eggert vakti máls á þessu á bæjarráðsfundi í síðustu viku.

„Í íþróttahúsi Vallaskóla þarf að fara upp bratta stiga til þess að fylgjast með þeim viðburðum sem þar fara fram. Þetta gerir það að verkum að ekki hafa allir sömu möguleika til þess að horfa á það sem fram fer í íþróttahúsinu. Afar brýnt er að úr þessu verði bætt án tafar,“ segir í tillögu Eggerts.

Bæjarráð fól tækni- og veitusviði að kanna mögulegar útfærslur og meta kostnað við verkefnið.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Skotið á veiðihús
Næsta greinDópaður og próflaus á stolnum bíl