Vill styrkja grunnstoðir íslensks stjórnskipulags

Jóna Sólveig Elínardóttir, frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal, býður sig fram til stjórnlagaþings.

Jóna Sólveig er fædd í Reykjavík árið 1985 en ólst lengst af upp á Sólheimahjáleigu. Hún leggur áherslu á jafnrétti kynjanna, skýr ákvæði um valdasvið forseta Íslands, jöfnun atkvæðavægis og skýrara regluverk í kringum tilefni og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

Jafnframt telur hún mikilvægt að ráðast í endurskoðun á ákvæði stjórnarskrárinnar er varðar landsdóm, sem og þess hluta stjórnarskrárinnar er fjallar um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Þá þykir henni áríðandi að endurskoða tengsl ríkis og kirkju. Að endingu telur hún brýnt að fjöldi kjörtímabila sem forseta lýðveldisins, alþingismönnum/konum og sveitastjórnarmönnum/konum er heimilt að sitja í embætti verði takmörkuð.

Jóna Sólveig stundar nú meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún útskrifaðist með BA-próf í frönsku frá HÍ árið 2008 og lauk stúdentsprófi frá franska mennaskólanum Lycée Émile Duclaux árið 2004.

Jóna Sólveig hefur aðstoðað Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands við funda- og ráðstefnuhald í vetur. Fyrri hluta árs 2010 var hún við starfsnám í sendiráði Íslands í París. Þá hefur hún einnig starfað á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Hún er trúlofuð Úlfi Sturlusyni og saman eiga þau tvær dætur, Sóllilju og Elínu Ylfu.