Vill sleppa áramótabrennunni og halda brennsluofninum

Ítarleg fréttaskýring um sorpmál í Skaftárhreppi er í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.

Þar kemur fram að hreppurinn hefur notað orkuna af sorpbrennslu til að hita upp skóla, íþróttamannvirki og sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri.

Þegar þeirrar orku nýtur ekki við verður sveitarfélagið að bæta við um hálfri milljón króna á mánuði til kyndingar eða sex milljónum á ári. Við það verður notast við olíu og rafmagn.

,,Áramótabrenna er sögð menga svipað og sorpbrennslan á einu ári. Mættum við skipta út og hætta að vera með áramótabrennuna og brenna sorpið við 1.000 gráðu hita með þeirri tækni sem brennsluofninn býður upp á?,” spyr Guðmundur Ingi Ingason, oddviti.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT