Vill reisa vindmyllur í Þykkvabænum

Steingrímur Bjarni Erlingsson hefur fyrir hönd fyrirtækis síns, Biokraft ehf, óskað eftir leyfi til að reisa tvær vindmyllur í Þykkvabænum.

Hann hefur áður sótt um pláss fyrir þessar vindmyllur á Skeiðunum, en þar fékk erindi hans heldur dræmar undirtektir.

Yfirvöld í Rangárþingi ytra virðast jákvæðari í garð myllanna. Þannig staðfesti hreppsnefnd nýlega þá afgreiðslu skipulagsnefndar að veitt verði framkvæmdaleyfi til uppsetningar á vindmyllum á þessu svæði að uppfylltum skilyrðum.

„Við tókum nokkuð vel í þetta,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti í Rangárþingi ytra. Hann segir að ef fólk í Þykkvabænum sé sátt við þetta finnist honum þetta vera spennandi tilraun. „Þetta er orkukostur til framtíðar,“ segir Gunnlaugur Ingi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinAðalskipulag Mýrdalshrepps samþykkt
Næsta greinArnar Geir stuðningsmaður ársins