Vill opna kaffihús í Gimli

Félagsheimilið Gimli á Stokkseyri. Mynd úr safni.

Unnur Þórðardóttir á Stokkseyri hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Sveitarfélaginu Árborg að fá að taka á leigu efri hæð samkomuhússins Gimli á Stokkseyri.

Þar hyggst hún opna kaffihús, eigi síðar en á 17. júní.

Bæjarráð Árborgar samþykkti að fela Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, að ræða við Unni um hugmyndina.

Fyrri greinFerðaþjónustan bætir hag sveitarfélagsins
Næsta greinStarfsfólk Úlfljótsvatns þjálfað af björgunarsveit