Vill aðild að tæknisviði uppsveita

Flóahreppur hefur sótt um inngöngu í Tæknisvið uppsveita Árnessýslu en þar inni eru sveitarfélögin í uppsveitunum.

Sveitarfélögin hafa tekið vel í erindi Flóahrepps. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur falið Gunnari Þorgeirssyni, oddviti að ræða við oddvita uppsveitanna um útfærslu á verkefninu.

Þá leggur sveitarstjórn til að Tæknisvið uppsveitanna og Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs. verði sameinað.

Fyrri greinTveggja marka tap gegn Val
Næsta greinÞrjátíu prósent aukning fæðinga