Vilja tvöföldun Suðurlandsvegar í skilyrðislausan forgang

Bæjarráð Hveragerðisbæjar og bæjarráð Árborgar beina því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára.

Þetta kemur fram í samhljóða ályktunum sem samþykktar voru á fundum bæjarráðanna í morgun.

„Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Ennfremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur bæjarráð þingmenn til að beita sér af alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbótum sem þarna eru svo brýnar,“ segir í ályktuninni.

UPPFÆRT KL. 14:07

Fyrri grein„Ég get loksins labbað hringinn í kringum stólinn“
Næsta greinRenate segir sig úr hreppsnefndinni