Vilja sömu hafnargjöld áfram

Hafnarsjóður Þorlákshafnar vill að Vegagerðin greiði sömu hafnar- og þjónustugjöld og áður fyrir afnot af Þorlákshöfn sem varahöfn fyrir Herjólf.

Þegar Herjólfur sigldi um Þorlákshöfn námu hafnargjöldin rúmum 1,7 milljónum króna á mánuði og það er sú tala sem hafnarstjórn vill fá greidda verði höfnin varahöfn fyrir Herjólf. Í áætlunum er gert ráð fyrir að varahöfn sé nýtt í 5% ferða á ári.

Vegagerðin segist ekki hafa fjármuni til að greiða svo háa leigu en samningur Vegagerðarinnar við Þorlákshöfn rennur út um næstu mánaðarmót.

Fyrri greinTuttugu ára afmæli Kammertónleika
Næsta greinFjórir Hvergerðingar óskast