Vilja sjá vegabætur að Lakagígum

Gera þarf miklar bætur á vegum að Galta, sunnan Lakagíga að mati sveitarstjórnar Skaftárhrepps og hefur hún beint því til Vegagerðarinnar að ráðast í þær sem fyrst.

Telur sveitarstjórn heppilegast að fyrst verði lögð áhersla á vestari leiðina, þ.e. veg nr. F206, eða þá leið sem telst aðalleiðin að Lakagígum.

Málið er tilkomið vegna ábendinga frá Snorra Baldurssyni, þjóðgarðsverði sem horfir fram á aukna umferð ferðamanna um svæðið nú þegar hillir undir gestastofu þjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri.

Fyrri greinSveiflur í fjölda samninga
Næsta greinHamar mætir Hetti í úrslitakeppninni