Vilja opinbera afsökun frá útvarpsstjóra

Norræna félagið í Hveragerði harmar að í áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins skuli fjöldamorðin í Noregi í sumar sem leið, hafa verið flokkuð sem tilefni spaugsyrða.

Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag er mælst til þess að útvarpsstjóri biðjist opinberlega afsökunar á þessu atviki, ekki aðeins Norðmanna vegna, heldur einnig fyrir sakir sjálfsvirðingar Íslendinga.