Vilja matvælafræðina á Suðurland

Stjórn SASS hefur verið falið að kanna möguleika á að Háskóli Íslands komi upp kennslu í matvælafræði á Suðurlandi.

Námsgreinin er sögð eiga undir högg að sækja við HÍ á undanförnum árum. Mælst er til þess að samstarfi verði komið á milli Háskóla Íslands, Háskólafélags Suðurlands, Nýheima og Visku í þessu sambandi.

Á Suðurlandi sé mikil og fjölbreytt matvælaframleiðsla bæði í tengslum við landbúnað og sjávarútveg. Matvælastofnun er staðsett á Selfossi og hefur Matís starfstöðvar á Höfn og í Vestmannaeyjum og á Flúðum er starfsstöð væntanleg.