Vilja loka Landeyjahöfn

Skipstjórnendur Herjólfs hafa, í samráði við Eimskip, lagt það til að Landeyjahöfn verði lokað þar til að aðstæður við höfnina lagist. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta en fundur um tillöguna stendur nú yfir.

Dýpi við hafnarmynnið minnkaði um heila tvo metra á aðeins einum sólarhring í vikubyrjun en dýpkunarskipið Perlan byrjaði að dæla í morgun. Á háfjöru er aðeins tæpur metri frá skipsbotni og niður í sjávarbotn og segja Eyjafréttir, að skipstjórnendur Herjólfs telji varhugavert að sigla inn í höfnina við þær aðstæður.

Á mánudag voru tvær ferðir felldar niður, önnur vegna þess að þá var háfjara.

Fyrri greinAlfreð Elías þjálfar Ægi
Næsta greinBæjarstjórnarfundi útvarpað á netinu