Vilja líka ljósnet í Bláskógabyggð

Byggðaráð Bláskógabyggðar beinir þeim tilmælum til Símans að allir þrír þéttbýlisstaðirnir í Bláskógabyggð; Laugarvatn, Reykholt og Laugarás, verði ljósnetsvæddir eins fljótt og auðið er.

Í upphafi þessa árs birti Síminn í fréttum þá þéttbýlisstaði landsins sem fyrirtækið hugðist ljósnetvæða í ár. Þótti byggðaráði Bláskógabyggðar eftirtektarvert að enginn af þéttbýlisstöðunum þremur í Bláskógabyggð voru þar tilgreindir.

Í bókun á síðasta fundi byggðaráðs segir að fullur skilningur sé á því að slík vinna taki alltaf einhvern tíma, en ekki er samt hægt að una lengi við slíka mismunun á þjónustu við almenning í landinu að sumir fái ljósnetsþjónustu en aðrir ekki þegar um svipaðar aðstæður er að ræða.

Fyrri greinRangæingar skoða stofnun verslunarfélags
Næsta greinGuðmunda í æfingahóp A-landsliðsins