Vilja leikskólann áfram á Þingborg

Samhliða Alþingiskosningunum tóku íbúar Flóahrepps þátt í skoðanakönnun um framtíðarstaðsetningu leikskólans Krakkaborgar. 60% kjósenda vilja leikskólann áfram á Þingborg.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var sú að 204 eða 60% vildu að framtíðarstaðsetning verði í Þingborg og 127 eða 37% að framtíðarstaðsetning verði í Flóaskóla.

Í skoðanakönnuninni var spurt hvort íbúar vildu framtíðarstaðsetningu leikskólans í Þingborg eða í Flóaskóla.

Á kjörskrá voru 457 manns og 339 tóku þátt í skoðanakönnuninni eða 74% kjósenda. 7 seðlar voru auðir og 1 ógildur.

Fyrri grein„Mikil vonbrigði“
Næsta greinMjótt á mununum í íbúakosningu