Vilja kaupa hlut nágrannanna í Stórólfshvoli

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur hug á að kaupa hlut Ása­hrepps og Rangárþings ytra í jörðinni Stórólfshvoli, við Hvolsvöll.

Jörðin er í eigu héraðsnefndar Rangæinga og þar af leiðandi sveitarfélaganna þriggja sem eiga aðild að nefndinni.

Vilji er hjá tveimur síðarnefndu sveitarfélögunum að selja sinn hlut og að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitarstjóra Rangárþings eystra þykir heppilegt að jörðin verði að fullu í eigu Rangárþings eystra út frá þeim sjónarmiðum að hún er staðsett svo nærri þéttbýlinu á Hvolsvelli. Rangárþing eystra á um helminginn í jörðinni í gegnum héraðsnefndina.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinRokkhlaup í Hveragerði
Næsta greinNý sprunga undir Almannagjá