Vilja fulltrúa í Þingvallanefnd

Þar sem verkefni Þingvallanefndar skarast að ýmsu leyti við verkefni Bláskógabyggðar vilja sveitarstjórnarmenn að Bláskógabyggð fái fulltrúa í nefndinni þar sem fyrir sitja sjö alþingismenn.

Fjallað var um málið á þingi SASS nýverið þar sem gerðar voru athugasemdir um að sérlög gildi um þjóðgarðinn en í því felst að hann sé undanskilinn lögum um frístundabyggð. Nauðsynlegt sé að fullt samráð sé á milli þessara aðila og að upplýsingaflæði verði tryggt.