Vilja endurvekja menningarstyrki

Menningarnefnd Árborgar leggur til við bæjarstjórn að úthlutun menningarstyrkja hefjist aftur í sveitarfélaginu.

Styrkirnir voru skornir niður fyrir tveimur árum en nefndin lagði til á síðasta fundi sínum að þeir komi aftur inn á næsta fjárhagsári. Það hafi sýnt sig á síðustu árum að öflug og fjölbreytt menningarstarf skipti miklu máli í samfélaginu. “Sérstaklega á þessum tímum,” eins og það er orðað í fundargerð.

Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri Árborgar, kom á fund nefndarinnar og fór yfir fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir árið 2012 og fjárhagsstöðuna 2011. Í máli Ingibjargar kom fram að menningarmálin séu innan fjárhagsramma eftir fyrstu 7 mánuði ársins.

Menningarnefnd leggur áherslu á að fjárframlög til menningarmála verði ekki skorin niður við gerð fjárhagsáætlunar 2012.