Vilja ekki selja Björk

Bæjarráð Árborgar felldi í morgun með öllum greiddum atkvæðum tillögu Helga S. Haraldssonar, bæjarfulltrúa B-lista, um að auglýsa jörðina Björk til sölu.

Sveitarfélagið á stærstan hluta jarðarinnar Bjarkar í Sandvíkurhreppi og einnig svokallað Björkustykki.

„Á gildandi aðalskipulagi er skipulag fyrir Björkustykki en ekki jörðina Björk og ekki séð að sveitarfélagið muni skipuleggja hana á næstu árum. Með því að auglýsa jörðina til sölu er fyrst og fremst verið að kanna hvort áhugi er til staðar á markaðnum til kaupa á henni. Að sjálfsögðu verður hún ekki seld nema viðunandi tilboð fáist,“ segir í greinargerð sem fylgdi tillögu Helga.

Fyrri greinÁrborg spyr líka
Næsta greinÚthlutað úr afreks- og styrktarsjóði