Vilja einnig meiri not af Landeyjahöfn

Sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi eystra fylgjast náið með hugmyndum Vestmannaeyinga um frekari nýtingu á Landeyjahöfn.

Að sögn Hauks Kristjánssonar, sveitarstjórnarmanns, er mikill áhugi á að auka nýtingu hafnarinnar en hann lagði fram tillögu um það síðasta haust að skoðaðir yrðu möguleikar á því að setja upp smábátahöfn þar. Var mikill áhugi á því í sveitarstjórninni.

“Það er líklegt að við töku málið upp og við höfum áhuga á að heyra í Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og leggja þeim lið í málinu. Við teljum að hagsmunir beggja sveitarfélaga fari saman í þessu máli,” segir Haukur.