Vilja eftirlitsmyndavélar á Flúðir

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur falið sveitarstjóra að kanna hvort fýsilegt sé að koma upp eftirlitsmyndavélum í sveitarfélaginu.

Þetta á við um stofnanir sveitarfélagsins og einnig umferðarmyndavél líkt og settar hafa verið upp við Laugarás, Reykholt og Hveragerði.

Telja forsvarsmenn Hveragerðis og Bláskógabyggða að með tilkomu myndavélanna felist m.a. fælingarmáttur gagnvart innbrotsþjófum en töluvert hefur verið um að brotist hafi verið inn í gróðurhús og þaðan stolið lýsingarbúnaði.

Fyrri greinEinar Jónsson þjálfar Árborg
Næsta greinAðalfundur knattpyrnudeildar Hamars