Vilja efla stöðu garðyrkjunnar í Hveragerði

Bæjarráð Hveragerðisbæjar mun boða til fundar með hagsmunaaðilum í garðyrkju til að fara yfir hvað Hveragerðisbær geti gert til að efla stöðu greinarinnar í bæjarfélaginu.

Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um möguleika til atvinnuuppbyggingar í bænum. Þónokkrar atvinnulóðir eru lausar til umsóknar og þar á meðal eru um 15.000 m2 sem skilgreindir eru sem gróðurhúsalóðir.

Ennfremur ræddi bæjarráð þá möguleika sem felast í atvinnusvæði neðan við Suðurlandsveg en þar hefur verið deildskipulagt svæði fyrir stórar athafnalóðir þar sem möguleiki er á að stærri fyrirtæki geti komið sér vel fyrir.

Í kjölfar umræðu á fundinum var samþykkt að boða til fundarins með hagsmunaaðilum í garðyrkjunni.

Fyrri greinRýmingu húsa aflétt
Næsta greinAníta Rós og Ingi Sveinn bikarmeistarar