Vilja bæta lýsingu og umferðarmerki

Foreldrafélag leikskólans í Vík í Mýrdal hefur sent sveitarstjórn erindi þar sem bent er á að bæta þurfi umferðaröryggi skóla- og leikskólabarna með því að leggja gangstétt meðfram Skólabraut milli Víkurbrautar og Mánabrautar.

Einnig er bent á að lýsingu og umferðarmerkingum sé ábótavant við skólann.

Sveitarstjórn hyggst fara yfir erindið milli umræðna um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.