Vilja bæta aðgengi

Stjórn Árnesingafélagsins skoðar nú hvað hægt sé að gera til að bæta aðgengi að reitnum í Áshildarmýri og lagfæra minnisvarðann sem þar er.

Standa vonir til þess að skriður komist á það næsta sumar og hægt verði að ráðast í þær umbætur sem nauðsynlegar eru til að gera svæðið meira aðlaðandi og þar séu aðgengilegar upplýsingar um staðinn og sögu hans.