Vilja aukið fé í viðhald gatna

Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar telur að nokkrar götur á Selfossi uppfylli ekki lágmarks öryggiskröfur vegfarenda.

Veita þurfi tæpum 29 milljónum aukalega til málaflokksins svo sinna megi nauðsynlegu viðhaldi.

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-listans í Veitustjórn, segir að töluvert hafi verið um kvartanir vegna slæms ástand gatna enda geti slíkt skapað slysahættu.

„Það er ljóst að það hefur verið óstand á þessu,“ segir Eggert Valur. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í síðustu viku og var ákveðið að vísa því til endurskoðunar fjárfestingaáætlunar.