Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að bætt verði úr afhendingaröryggi á rafmagni í sveitarfélaginu með varanlegum hætti, svo fljótt sem verða má.
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í morgun í tilefni af rafmagnsleysi sem varð fimmtudaginn 3. janúar og olli vandræðum og tjóni.
„Bæjarráð leggur áherslu á að bætt verði úr afhendingaröryggi með varanlegum hætti svo fljótt sem verða má en aðgengi og afhendingaröryggi rafmagns skiptir miklu máli fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækja í sveitarfélaginu,“ segir í fundargerð bæjarráðs.