Vilja að bærinn kaupi Friðarstaði

Ábúendur á Friðarstöðum hafa óskað eftir því við Hveragerðisbæ að bærinn leysi til sín erfðafesti að jörðinni. Friðarstaðir eru norðaustan við Hamarinn, fremst í Ölfusdal.

Eftir því sem næst verður komist er vinna að slíkum samningi í farvegi, en um er að ræða talsverða viðbót á landi til uppbyggingar innan marka Hveragerðisbæjar.

Ekki liggur neitt fyrir um slíka uppbyggingu en gera má ráð fyrir því að mati Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, að við auglýsingu og gerð nýs aðalskipulags verði tekið tillit til slíkrar þróunar.