Vilhjálmur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur Árnason. Ljósmynd/Aðsend

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sæk­ist eft­ir 1. sætinu á lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi í próf­kjöri þann 29. maí næstkomandi.

Vil­hjálm­ur grein­di frá þessu á Face­booksíðu sinni í morgun.

„Það er mikilvægt að ný kynslóð hasli sér völl og taki forystu í þeim verkefnum sem framundan eru. Þess vegna vil ég leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og óska eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu þann 29. maí næstkomandi. Ég hef metnað, reynslu og þekkingu til að leiða lista sjálfstæðismanna. Ég er reiðubúinn að vera bæði verkstjóri og liðsmaður í góðu teymi sjálfstæðisfólks sem ætlar að ná góðri uppskeru fyrir Suðurkjördæmi og landið allt,“ segir Vilhjálmur.

 

Fyrri greinSelfoss hafði betur í Suðurlandsslagnum
Næsta greinSlasaðist í vélsleðaslysi við Tjaldafell