Vilhjálmur mætir á laugardagsfund

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg munu standa fyrir laugardagsfundum í Sjálfstæðishúsinu Austurvegi 38 klukkan 11 til 12 alla laugardaga í vetur.

Á morgun, laugardaginn 20. september klukkan 11 verður gestur fundarins Vilhjálmur Árnason, Alþingismaður Suðurkjördæmis, og mun hann meðal annars ræða frumvarp sem fram er komið á Alþingi er varðar sölu áfengis í verslunum.

Allir eru velkomnir.

Fyrri greinLýsir vanþóknun á hugarfari stjórnvalda
Næsta greinMengunarmælum fjölgað á Suðurlandi