Vilhjálmur, Kjartan og Bragi á laugardagsfundi

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg hafa í vetur líkt og undanfarin ár staðið fyrir laugardagsfundum í Sjálfstæðishúsinu Austurvegi 38 klukkan 11:00 alla laugardaga.

Á morgun, laugardaginn 15. febrúar klukkan 11.00 verða gestir fundarins Vilhjálmur Árnason þingmaður sem mun koma og ræða löggæslumálin, Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar og Bragi Bjarnason menningar-, frístunda- og íþróttafulltrúi Árborgar.

Kjartan mun ræða bæjarmál almennt og þá málaflokka sem hann sinnir, það er íþrótta- og menningarmál, Bragi mun svo ræða íþrótta-, menningar- og frístundamál ásamt fleiru og svara fyrirspurnum.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis og fríar kaffiveitingar á stuttum og snaggaralegum laugardagsfundi.