Vildi ekki yfirgefa Hvítahúsið

Eftir klukkan þrjú aðfaranótt var lögreglan á Selfossi kölluð út vegna manns sem neitaði að fara út af skemmtistaðnum Hvítahúsinu á Selfossi.

Maðurinn var ölvaður og að auki talinn undir áhrifum fíkniefna. Hann sýndi kröftuga mótspyrnu við handtöku og var vistaður í fangaklefa.