Vilborg ráðin rekstrarstjóri

Í byrjun árs tók Vilborg Arna Gissurardóttir til starfa sem rekstrarstjóri fyrir Kötlu jarðvang, Katla Geopark.

Vilborg er með BA próf í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og MBA frá Háskóla Íslands.

Hún hefur fjölþætta reynslu af ferðamálum og markaðsmálum. Hún var verkefnisstjóri norrænu strandmenningarhátíðarinnar Sail Húsavík 2010-2011, verkefnisstjóri ferðamála hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga 2007-2010 og framkvæmdastjóri Markaðsráðs Þingeyinga 2008-2010.

Ekki liggur fyrir hvar á jarðvanginum Vilborg mun búa og hafa starfsstöð en það skýrist á næstu vikum.