Víkverji leitar áfram í dag

Dyrhólaey. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Björgunarsveitin Víkverji í Vík leitar áfram í dag að Rimu Feliksasdóttur sem hefur verið saknað síðan á föstudag.

Leitin er ekki skipulögð af lögreglu en lögregla og svæðisstjórn björgunarsveita munu taka ákvörðun seinni partinn í dag varðandi áframhald leitar. Víkverji leitaði einnig á svæðinu við Dyrhólaey í gær og voru aðstæður þá góðar til leitar, en mun verra veður er á svæðinu í dag.

Á morgun, föstudagskvöld kl. 20:00 verður bænastund í Víkurkirkju vegna Rimu. Séra Haraldur M. Kristjánsson leiðir stundina og Brian R. Haroldsson leikur á orgel.

Fyrri greinÖkumenn fari varlega
Næsta greinSigríður ráðin verkefnastjóri stafrænnar þróunar