Víkverjar drógu upp rútu

Smárúta full af ferðamönnum fór út af þjóðvegi 1 vestan við Vík í Mýrdal um klukkan fimm í dag.

Engin slys urðu á fólki en telja má mikla heppni að rútan skildi ekki velta því að vegkanturinn þar sem hún fór út af er töluvert brattur.

Félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja drógu rútuna aftur upp á veginn.

Hálka og éljagangur var í Mýrdalnum í dag.