Víkurskóli og Rauði krossinn vinna saman

Í vetur bauð Víkurdeild Rauða kross Íslands upp á valnámskeið í 8.-10. bekk í Víkurskóla í Vík í Mýrdal. Námskeiðið bar yfirskriftina Börn og umhverfi.

Helstu efnistök á námskeiðinu voru þroski barna, samskipti, leikir og leikföng, slysaforvarnir, slys í heimahúsum og skyndihjálp. Námskeiðið er mjög góður grunnur fyrir þá sem taka að sér barnagæslu.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru félagar í Rauða krossdeildinni auk þeirra Guðlaugar Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðings og Höllu Ólafsdóttur, leikskólakennari.

Námskeiðið var vel heppnað og nemendur mjög ánægðir með afraksturinn.

Fyrri greinGaf tvö kíló af birkifræi til landgræðslu
Næsta greinNý rör í Rauðholtið