Í vetur bauð Víkurdeild Rauða kross Íslands upp á valnámskeið í 8.-10. bekk í Víkurskóla í Vík í Mýrdal. Námskeiðið bar yfirskriftina Börn og umhverfi.
Helstu efnistök á námskeiðinu voru þroski barna, samskipti, leikir og leikföng, slysaforvarnir, slys í heimahúsum og skyndihjálp. Námskeiðið er mjög góður grunnur fyrir þá sem taka að sér barnagæslu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru félagar í Rauða krossdeildinni auk þeirra Guðlaugar Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðings og Höllu Ólafsdóttur, leikskólakennari.
Námskeiðið var vel heppnað og nemendur mjög ánægðir með afraksturinn.