Viktor veiðikló

Viktor Óskarsson þurfti nánast sendibíl undir alla verðlaunagripina sem hann hlaut þegar veittar voru viðurkenningar á hátíðarkvöldverði Stangaveiðifélags Selfoss fyrir skömmu.

Þar hlaut hann verðlaun fyrir flesta veidda laxa á veiðisvæði félagsins, flesta veidda laxa í Ölfusá og flesta veidda laxa á flugu.

Þetta er ekki nýlunda hjá Viktori, sem jafnan fer hlaðinn verðlaunum heim af fundum félagsins á hverju ári.

Fyrri greinRangárþing eystra veitir akstursstyrki
Næsta greinÆfingin skapar meistarann – lestur unglinga