Víkingahátíð í Reykholti

Það var mikið um að vera í Reykholti í Biskupstungum í dag en víkingahópurinn Rimmugýgur heldur þar vorhátíð sína.

Hátíðin er haldin í samstarfi við Kaffi-Klett en víkingarnir eru staðsettir við tjaldsvæðið í Reykholti og verða þar einnig á sunnudag. Þar hafa þeir tjaldað víkingatjöldum, sett upp smiðjur og geta gestir séð hvernig lífið gæti hafa gengið fyrir sig á víkingamarkaði fyrir þúsund árum.

Einnig æfa víkingarnir bardagalist og bogfimi. Hátíðin er öllum opin og það er enginn aðgangseyrir. Tjaldsvæðið er einnig opið öllum tjaldgestum þessa helgi.

Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga, sem var stofnað árið 1997.

Fyrri greinEnnþá öskusprengingar í gígnum
Næsta greinJón Örn og Haukur með fullt hús