Vikan frekar dauf

Veiði í Veiðivötnum var frekar róleg í síðustu viku. Aðeins 1.288 fiskar komu á land, 818 bleikjur og 470 urriðar.

Þarf að fara aftur til ársins 2006 til að finna lélegri veiði í fimmtu viku. Óljóst er hvað veldur, því veiðimenn sjá talsvert af fiski en hann tekur illa eða ekki.

Mest veiddist í bleikjuvötnunum Nýjavatni og Langavatni. Urriðaveiði var mest í Litlasjó. Í vikunni fékkst 11,2 punda urriði í Stóra Skálavatni. Stærsti fiskur sumarsins er samt sem áður úr Grænavatni, 14,0 pund. Þar er einnig mesta meðalþyngdin 5,34 pund.

Alls eru þá komnir 11.481 fiskur á land í Veiðivötnum á þessu sumri.

Fyrri greinHamar tapaði á Egilsstöðum
Næsta greinÞyrla sótti slasaða konu