Vígslubiskup þarf ekki að sitja í Skálholti

Vígslubiskup þarf ekki að sitja í Skálholti, segir nefnd sem Karl Sigurbjörnsson, biskup fékk til að gera úttekt á Skálholtsstað.

Máli sínu til stuðnings nefna skýrsluhöfundar sem dæmi að erkibiskupinn í Kantaraborg sitji ekki í Kantaraborg, þótt embættisheitið beri slíkt með sér.

Vígslubiskupskosningar standa fyrir dyrum og leitaði Sunnlenska álits frambjóðenda á þessu máli. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að vígslubiskup væri búsettur í Skálholti.

Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar sagði sömuleiðis það væri „sjálfsögð virðing við staðinn að vígslubiskup sitji þar.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT