Viðvaranir um heimilisofbeldi á rökum reistar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi segir að viðvaranir um aukið heimilisofbeldi í samkomubanni séu á rökum reistar.

Í dagbók lögreglunnar segir að ljóst sé að í einhverjum tilfellum reynir á samkomulag á heimilum á meðan á samkomubanni stendur. Viðvaranir um að hætta sé á fleiri málum er varða ofbeldi á heimilum eða öðrum málum er snúa að andlegri heilsu fólks eru á rökum reistar.

Lögreglan segir tilefni til að benda á tengla AA samtakanna og hvetur þá sem þurfa til að setja sig í samband við fulltrúa þeirra. Á síðu AA er sömuleiðis að finna upplýsingar fyrir aðstandendur þeirra sem eru í neyslu og um að gera að nýta sér þessa þjónustu þar.

Fyrri greinSkoða sameiningu sveitarfélaga milli Þjórsár og Gígjukvíslar
Næsta greinEngin leið að kenna ferðamönnum um hraðakstur