Viðskiptahraðall fyrir nýjar lausnir í matvælaiðnaði

Ljósmynd/Aðsend

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita sem fram
fer haustið 2020.

„Óskað er eftir öflugum teymum með verkefni sem snúa að hátækni í
matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri
nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Við óskum
einnig eftir nýjum tæknilausnum á sviði smásölu, svo sem við birgðastýringu,
greiðslumiðlun og flutning,“ segir Freyr Friðfinnson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.

Valin verða allt að tíu teymi í hraðalinn sem hefst í lok ágúst og lýkur í byrjun
nóvember.

„Við viljum höfða til landsbyggðarinnar allrar og munum því leggja okkur fram við
að nýta fjarfundatækni og skipuleggja hraðalinn með þeim hætti að hægt sé að
takmarka ferðir til höfuðborgarsvæðisins þegar svo ber undir,” bætir Freyr við.

Umsóknarfrestur í verkefnið rennur út 15. júní næstkomandi.

Hraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Sjávarklasans með stuðningi
Matarauðs Íslands, Nettó og Landbúnaðarklasans. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni tilsjavarogsveita.is og hjá Icelandic Startups.

Fyrri greinStarf skerðist hjá nærri öllu starfsfólki Umf. Selfoss
Næsta greinVinnuafl skortir í skógrækt vegna COVID-19