Viðgerðum lokið í Sunnulæk

Sunnulækjarskóli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skömmu fyrir skólaslit í vor var tveimur vinnuherbergjum í Sunnulækjarskóla á Selfossi lokað vegna raka og myglu. Búið er að lagfæra húsnæðið og er það tilbúið til notkunar en skólasetning í Sunnulæk var í dag.

„Það er búið að koma í veg fyrir rakamyndum og gera lagfæringar þannig að enginn raki er mælanlegur lengur og húsnæðið tilbúið til notkunar,“ sagði Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri, í samtali við sunnlenska.is, en meðal annars var skipt um gólfefni og ytra byrgði hússins lagfært.

Í vetur munu 650 nemendur stunda nám í Sunnulækjarskóla og starfsmannafjöldinn er um 140.

Fyrri greinJórunn Viðar bætti héraðsmet
Næsta greinAflýst: Skottsölu-markaður á laugardaginn