Viðbygging við grunnskólann boðin út í febrúar

Mynd/Rangárþing ytra

Stefnt er að því að bjóða út viðbyggingu við Grunnskólann á Hellu í byrjun febrúar næstkomandi.

Vinna við hönnun gengur samkvæmt áætlun en um er að ræða fjórar skólastofur, með möguleika á frekari skiptingu, salernisaðstöðu og tæknirými, samtals rúmir fimmhundruð fermetrar.

Gerður hefur verið samningur við Steypustöðina ehf. um framleiðslu, flutning og uppsetningu á forsteyptum einingum í 1. áfanga verkefnisins. Einingarnar fara í framleiðslu í apríl og gert er ráð fyrir að búið verði að reisa húsið í lok júní. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til notkunar í árslok.

Frá þessu er greint í Fréttabréfi Rangárþings ytra.

Fyrri greinHeilsustofnun hefur ekkert að fela
Næsta grein210 í einangrun á Selfossi