Viðburðarík vika hjá lögreglunni

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Síðastliðin vika var viðburðarík hjá lögreglumönnum á Suðurlandi en alls voru 576 bókanir skráðar í dagbókina og voru verkefnin af ýmsum toga.

Alls voru 89 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæminu og var sá sem ók hraðast stöðvaður á 153 km/klst á Suðurlandsvegi við Laufskálavörðu. Athygli vekur að 53 ökumenn óku hraðar en á 120 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá voru fimm ökumenn voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna og ellefu umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar. Að auki voru skráð fimm önnur slys, ótengd umferðinni.

Fyrri greinHSK/Selfoss bikarmeistari 15 ára og yngri
Næsta greinJafnt í fjörugum leik á Selfossi