Viðbúnaður á Selfossflugvelli í dag

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi auk Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliðs Grindavíkur verða með töluverðan viðbúnað í nágrenni Selfossflugvallar eftir hádegi í dag en þar verður unnið að gerð kennsluefnis.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verða á svæðinu auk lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita.

Lögreglan á Suðurlandi mælist til þess að fólk fljúgi ekki drónum í um tveggja og hálfs kílómetra radíus frá Selfossflugvelli milli 12:00 til 18:00 í dag.

Vegfarendur sem eiga leið framhjá svæðinu þurfa því ekki að láta sér bregða þrátt fyrir að töluverður viðbúnaður verði á svæðinu. Verkefninu er ætlað að stuðla að enn betri samhæfingu íslenskra viðbragðsaðila.

Fyrri greinHildur Maja fyrsta íslenska konan á verðlaunapalli á heimsbikarmóti
Næsta grein„Víglundur var vinur allra“