Viðbragðsaðilar þurftu að fara í úrvinnslusóttkví

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Farþegi í fólksbíl sem valt á Þingvallavegi síðastliðinn föstudag átti að vera heima í sóttkví.

Þetta olli því að viðbragðsaðilar, bæði lögreglu- og sjúkraflutningamenn sem sinntu slysinu, þurftu að vera í úrvinnslukví þar til niðurstaða úr rannsókn sýna frá viðkomandi lá fyrir.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Ökumaður bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en þrír voru í bílnum og voru allir fluttir á sjúkrahús.

Daginn áður fór bíll útaf Skeiðavegi er ökumaður hennar grunaður um ölvun við akstur. Hann var einnig próflaus eftir sviptingu.

Þrjú önnur umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku á teljandi meiðsla.

Fyrri greinBílabíó á Selfossi á laugardag
Næsta greinReir verk byggir við Grunnskólann í Hveragerði