Viðsnúningur í rekstri Hrunamannahrepps

Rekstur sveitarsjóðs Hrunamannahrepps var jákvæður um nær 22 milljónir króna á síðast ári og er það viðsnúningur upp á rúmar 50 milljónir frá árinu áður.

Að sögn Ragnars Magnússonar oddvita liggur munurinn helst í því að hækkun erlendra lána sem gjaldfærðust 2008 hafi haft slæm áhrif á niðurstöðu reikninga það árið.

Vissulega hafi verið dregið saman í rekstrinum í fyrra líka með þessari jákvæðu niðurstöðu. Rekstarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 12,4 milljónir króna og jókst eigið fé á milli ár.

Ragnar segir áfram haldið á sömu braut, lítið verði um stórar framkvæmdir á þessu ári á vegum sveitarfélagsins.

Fyrri greinHafa skilað 157 milljónum í ríkisjóð
Næsta greinSjúkraflutningamenn áttu fótum sínum fjör að launa