Viðbygging við Grænumörk til skoðunar

Félag eldri borgara á Selfossi hefur óskað eftir því við bæjarráð Árborgar að veitt verði fé til greiningar á rýmisþörf og forhönnunar byggingar að Austurvegi 51.

Á fundi ráðsins fyrir skömmu kom fram að unnið er að deiliskipulagi fyrir reitinn. Ekki verður farið í frekari hönnun fyrr en þeirri vinnu er lokið.

Engu að síður hefur bæjarráð samþykkt að sett verði 1,5 milljónir króna í hönnun viðbyggingar í fjárhagsáætlun ársins 2014.

Fyrri greinEinar Öder sæmdur gullmerki FT
Næsta grein50 milljónir í 39 verkefni