Viðar leiðir Bjarta framtíð í Árborg

Sjö efstu sæti á lista Bjartrar framtíðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg þann 31. maí næstkomandi hafa verið kynnt og samþykkt.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að málefnastarf sé á blússandi siglingu og verður lokaframboðslisti kynntur fljótlega á opnum félagsfundi.

Eftirfarandi skipa fyrstu sjö sætin:
1. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður og húsasmiður, Stokkseyri
2. Eyrún Björg Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur og framhaldsskólakennari, Selfossi
3. Már Ingólfur Másson, grunn- og framhaldsskólakennari og sagnfræðingur, Selfossi
4. Guðríður Ester Geirsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, Stokkseyri
5. Jón Þór Kvaran, áfengis- og meðferðarfulltrúi og matreiðslumeistari, Selfossi
6. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
7. Ómar Vignir Helgason, fangavörður og handboltamaður, Selfossi

Fyrri greinÞorgrímur heimsækir 10. bekkinga í Árborg
Næsta greinSunnlenska.is er 4 ára í dag