Viðtökurnar góðar til þessa

Að sögn Önnu Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Fontana á Laugarvatni, hafa viðtökur verið ljómandi góðar og aðsókn mjög vel viðunandi.

,,Til að byrja með voru þetta mest Íslendingar sem lögðu leið sína hingað en síðan hafa útlendingar verið að taka við sér,” sagði Anna. Hægt er að taka á móti 200 gestum í einu og er opið frá 11 til 22 alla daga.

Fontana verður opið í vetur og þá verður opnunartíminn frá 14 til 19. Hjá félaginu vinna núna 14 starfsmenn en þeir verða eitthvað færri í vetur.