Víðir yfirlæknir á bráðamóttöku

Víðir Óskarsson hefur tekið að sér hlutverk yfirlæknis á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Víðir hefur starfað við heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið á Selfossi frá árinu 2000 og er sérfræðingur í heimilislækningum.

Með þessari verkaskiptingu er aðskilin læknisfræðileg stjórnun heilsugæslunnar á Selfossi og bráðamóttökunnar. Arnar Þ. Guðmundsson verður áfram yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Selfossi.